11.5.2007 | 15:38
Stuð á föstudegi
Þó Eiríkur rauði hafi ekki verið í neitt sérstaklega góðu stuði í viðtalinu í tíufréttum RÚV í gærkvöldi, þá eru ég og pabbi minn allavega í stuði í dag.Hér er ég í stuði (heiti reyndar orkell (helvítis íslensku sérstafirnir)).Hér er pabbi minn í stuði.Það er heldur ekki oft sem maður notar tvöfaldan sviga. Það er geðveikt.Það eru kosningar á morgun. Ég hvet alla til að fara og nýta kosningarétt sinn. Þó svo þeir fari bara til að skila auðu. Eftir að hafa grandskoðað framboðslistana, málefnin, hugmyndafræðina, loforðin og allar ömurlega illa photoshoppuðu myndirnar, þá hef ég komist að niðurstöðu. Því miður er hún sú að ég þarf að kjósa skásta kostinn, eftir að hafa beitt útilokunaraðferðinni.Kannski maður stofni bara stjórnmálaflokk.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning