9.5.2007 | 11:53
Fáheyrð en Marghlustuð #14
Það var einu sinni maður sem hét Guðjón Auðunn, en var alltaf kallaður Gauni. Gauni var staddur á bar í Madrid, ásamt Jorge, spænskum vini sínum. Gauni spurði Jorge á spænsku ¿Usted quisiera que le comprara una cerveza (Viltu að ég kaupi handa þér bjór?). Jorge svaraði Sí-Gauni./ToiletflushÞessi mjög svo slæmi brandari tengist máli sem var í fréttum í gær. Þremur hópum rúmenskra sígauna var vísað úr landi í gær af yfirvöldum. Ég ætla svosem ekki að tjá mig sérstaklega um þetta mál, en þetta tengist fáheyrða en marghlustaða lagi vikunnar. Við þurfum að hverfa til ársins 1991 (Alltaf gaman að hverfa til einhvers tiltekins ártals), nánar tiltekið til sumarsins. Þá heyrðist á öldum ljósvakans mjög einkennilegt RnB/Disco/House/Urban lag með söngkonunni Crystal Waters. Þetta lag nefnist Gypsy Woman. Lagið er ekkert sérstakleg skemmtilegt, en ég er viss um að margir kannast við lagið án þess að vita hver flytjandinn er.Smelltu hér til að hlusta á Gypsy Woman.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning