28.7.2006 | 08:55
Aftur til starfa
Jæja, þá er sumarfríinu lokið og vinnan tekin við. Ég mætti jafn náfölur til starfa og fyrir mánuði síðan þegar ég fór í fríið. Það voru svona 5 sólskinsdagar í fríinu á öllu Íslandi, þannig að tanið lét á sér standa.Í fríinu var ýmislegt brallað. Ég fór austur með frúnni til Thunder Bluff (A.K.A. Djúpavogs). Þar dvöldum við í nokkra daga ásamt því að skreppa til Egilsstaða (sem er orðin stórborg allt í einu) og Eskifjarðar. Undanfarin ár hafa mínir bílar alltaf bilað þegar ég fer til Egilsstaða og var árið í ár engin undantekning. Eftir vasklega viðgerðartilburði hjá mér og pabba komst skrjóðurinn í lag, þrátt fyrir einstaka elju Bílaneystinga í að útvega okkur vitlausa varahluti. Þóra hélt suður eftir hennar vikufrí, en ég dvaldi lengur og nörraðist með kauðmönnum frá Djúpavogi.Að veru minni lokinni á Djúpavogi lá leiðin í Skagafjörðin. Þar slógum ég og Þóra upp tjöldum á tjaldstæðinu í Bakkaflöt, ásamt Bylgju, Guðjóni, Siggu Fanney og Lísu. Þar var grillað, sungið, spilað víkingaspilið kubb (sem er snilld) og farið á hestbak. Útreiðartúrinn var algjör snilld, fyrir utan það að Þóra hentist af baki. Af einstakri hetjudáð stóð frúin upp og stökk samstundis á bak aftur. Skjóni minn lét hins vegar mjög vel að stjórn.Þessa einu og hálfu viku sem eftir lifði fríinu nýtti ég til að dytta að húsinu og má segja að sjaldan hafi jafn litlu verið áorkað á jafnlöngum tíma. Enda hef ég hvorki verið þekktur fyrir að vera laghentur maður né duglegur í svona stússi.Í vinnunni í gær gerði ég mjög lítið, enda er frekar erfitt að koma til starfa aftur eftir frí. Maður ætti eiginlega ekki að vinna meira en hálfan daginn svona fyrstu dagana eftir sumarfrí.Myndir frá fríinu koma síðar.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning