Gunnar í krossinum og samkynhneigð

Það hefur ákveðið bréf verið að ganga á netinu undanfarið. Þetta er opið bréf til Gunnars í krossinum. Bréfið má lesa hérna.Ekki veit ég nákvæmlega hvað gengur á hjá Gunnari og félögum. Það má sjálfssagt halda ýmsu fram um ákveðnar tegundir fólks, t.d. samkynhneigða, ef menn hafa einhver gögn eða rannsóknir til að sýna fram á það. Ég held nú að Gunnar og félagar hafi það ekki.Það eina sem menn geta stoltir sagst vita um samkynhneigða er...jú að þeir eru samkynhneigðir. Þetta er ekkert spurning um neitt annað. Hneigðir til kynsystkina. Málið afgreitt.Það er tóm vitleysa að álykta að samkynhneigðir einstaklingar séu eitthvað öðruvísi í hegðun en aðrir. Þó getur verið að óttinn við að koma út úr skápnum og að fá ekki stuðning frá fjölskyldu og vinum spili stórt hlutverk í lífi samkynhneigðra. Einnig getur verið að þegar kynhneigðin er opinberuð, að þá séu menn stoltir af því að vera samkynhneigðir og sérlega ánægðir með það. Ef þetta er tilfellið, þá er kannski skýringin einfaldlega sú að mikil ánægja fylgi því að koma út úr skápnum. Ánægja með að þurfa ekki að vera í felum með kynhneigðina. Það er eflaust óþægilegt. Mergur málsins er sá að ég get ekki ímyndað mér að daglegt líf samkynhneigðra sem einstaklinga sé eitthvað öðruvísi en hjá gagnkynhneigðum. Þeir fara í sömu líkamsrækt, sömu vinnu og borða sama matinn og gagnkynhneigðir. Þeir horfa á sömu sjónvarpsstöðvar og fara á sama internetið og gagnkynhneigðir. Áhugamál samkynhneigðra eru örugglega jafn mismunandi og hjá gagnkynhneigðum. Það er barnalegt að halda því fram samkynhneigðir hafi ekki áhuga á neinu öðru en sinni eigin kynhneigð.Það gegnir öðru máli með samkynhneigða sem lýðfræðilegan hóp. Hommar og lesbíur hafa auðvitað ákveðið "Group dynamic" einu sinni á ári, þ.e. Gay pride hátíðina. Veit ég ekki betur en að sú hátíð sé m.a. til að vekja athygli fólks á málefnum samkynhneigðra. Þar með er hegðun samkynhneigðra sem hóps orðin aðeins öðruvísi en hegðun gagnkynhneigðra á þessum tíma árs, einfaldlega vegna þess að sérstök þörf er talin á því.Líf samkynhneigðra para hlýtur að vera svipað og hjá öllum öðrum. Samkynhneigðir mega skrá sig í sambúð, kaupa sér íbúð saman og skuldbinda sig til jafn langra og ömurlegra lána og allir aðrir. Eitt atriði er þó samkynhneigðum pörum í óhag. Líffræðilega hliðin hamlar samkynhneigðum pörum að eignast börn saman sem eru af holdi og blóði þeirra beggja. Mörgum þykir þetta vera aukaatriði, en þetta er samt sem áður ákveðin hömlun.Annað atriði sem er samkynhneigðum í óhag snýr að líkindatölfræði. Síðast þegar ég gáði, þá sýndu kannanir víða um heim að hlutfall samkynhneiðra á Vesturlöndum væri 1-3% af fullorðnu fólki. Ég er auðvitað ekki alveg viss um þetta, en veit ég það þó að samkynhneigðir eru í minnihluta alls staðar í heiminum. Ef við metum líkurnar á að finna einu sönnu ástina í lífinu, þá hljóta þær að vera minni hjá samkynhneigðum en hjá gagnkynhneigðum. Það vita allir vel að makaleit getur verið löng og ströng, jafnvel án árangurs. En líkindatölfræðin getur líka verið villandi. Ég hugsa að fjöldi samkynhneigðra á lausu sé alveg nægur. Það eru t.d. ekki margir sem hafa verið á föstu með 1-3% þjóðarinnar. Ég vona ekki a.m.k.Það er heimskulegt að reyna að lækna samkynhneigð. Ég sjálfur er gagnkynhneigður og viðurkenni það vel að ég skil ekki hvernig kenndir til annara karlmanna kveikna. Þó maður skilji ekki hlutina, er ekki þar með sagt að þeir séu rangir, ólöglegir, sjúkdómur eða smán á samfélaginu. Ég held að Gunnar og félagar skilji þetta bara ekki og þess vegna eru þeir hræddir við þetta. Óttinn knýr menn oft að örþrifaráðum. Það þarf frekar að meta svona hluti í hverju tilfelli fyrir sig og hugsa um það hver besta samfélagslega lausnin er, ef það er þá einhver algilld og endanleg "lausn" sem slík. Hún er allavega ekki að birta auglýsingu um lækningu samkynhneigðar í Morgunblaðinu. Það er alveg ljóst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að það hafi farið vel á með Gunnari og Friðrik Ómar í detox meðferðinni,svo var Geiri súlukongur með í ferð.Gunnar var að deila á Alþingi fyrir ofurfrjálslyndi frekar en hommana sjálfa,95% af liðinu vill ekki fatta það.

Hörður Halldórss. (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband