20.4.2007 | 15:40
Magic spil vikunnar #12 - A fire downtown
Það hafa nú aðallega tvö mál verið í fréttum undanfarna 2 daga, þ.e. bruninn niðri í bæ og morðinginn í Virginíufylki í Bandaríkjunum, Cho Seung-hui. Jú og auðvitað Ísbjörnin Knútur, sem fékk víst einhverja morðhótun senda í pósti. Knútur þessi er nú reyndar bara húnn, en það er einhver sem ekki virðist vera sáttur við hann. Það er ekki á hverjum degi sem ísbjörn fær morðhótun.En að brunanum niðri í miðbæ. Það er auðvitað leiðinlegt þegar gömul hús brenna. Mig minnir einhvernveginn að annað húsið hafi verið reist á 18. öld og hitt snemma á 19. öld. Mér finnst nú eiginlega að svona gömul hús eigi að vera söfn, en ekki veitinga- og skemmtistaðir.Bruninn niðri í miðbæ minnir mig eina mestu misheyrn sem ég hef nokkurn tímann vitað. Hver man ekki eftir laginu The Final Countdown með sænsku hljómsveitinni Europe? Einhverntímann þegar við vorum að æfa fyrir þorrablót Menntaskólans á Egilsstöðum, þá fór einhver í nefndinni að syngja "There's a fire downtown". Magic spil vikunnar er sumsé A Fire Downtown.Til að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning