2.5.2007 | 15:29
Fáheyrð en marghlustuð #13
Lag vikunnar er að þessu sinni af Hollenskum uppruna. Hollendingar hafa brúkað ýmislegt í tónlist í gegnum tíðina. Mörg Hollensk böndin verður þó að flokka sem einsmells-undur, eins og t.d. 2 unlimited (No limit), Anouk (Nobody's wife), Vengaboys (Boom boom boom boom), Golden earring (Radar love), Shocking blue (Venus), George Baker (Little green bag), Kane (Where do I go now).Svo eru auðvitað listamenn sem notið hafa meiri hylli, eins og t.d. Alice Deejay og Armin Van Buuren. Armand Van Helden er einnig að hluta til Hollenskur að mér skilst. Hér er um að ræða technotónlist. Ekki eru allir á einu máli um ágæti þeirrar tónlistar, en Það er þó hljómsveit sem vakti heimsathygli á 8. áratugnum með plötunni Moving Waves. Það er hljómsveitin Focus. Lag vikunnar er reyndar ekki af Moving Waves, heldur af tvöföldu plötunni Focus III. Lagið Sylvia er lag sem margir hafa eflaust heyrt einhverntímann, en fáir hafa vitað hver var þar að verki. Eftir því sem ég best veit, þá var það gítarsnillingurinn Jan Akkerman sem samdi þetta stórskemmtilega lag. Gítar-riffið í laginu er snilld.Smelltu hér til að hlusta á lagið Sylvia með hljómsveitinni Focus.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning