3.5.2007 | 10:44
Magic spil vikunnar #14
Mér er alveg sama þó að Jónína Bjartmarz hafi engin áhrif haft á ákvörðun Allsherjarnefndar alþingis vegna veitingu ríkisborgararéttar tengdadóttur sinnar. Það má vel vera að hún hafi ekki gert það, meira að segja trúi ég að hún hafi ekki ætlað að hafa áhrif á það. Það skiptir bara engu máli. Umfjöllunin verður alltaf á neikvæðan hátt, sérstaklega þegar svona stutt er í kosningar. Þetta átti hún að vita.Tímasetningin er einhver sú versta í sögu stjórnmála á Íslandi. Er ekki líklegt að einhver í Allsherjarnefndinni hafi frétt það að hér væri um að ræða tengdadóttur Jónínu? Þó svo að hún hafi ekki sagt neinum frá því, þá er Ísland frekar lítið land. Svona hlutir eiga það til að fréttast.Algjört klúður korteri fyrir kosningar. Hvernig datt henni í hug að þetta myndi ekki vekja athygli. Sannleikurinn skiptir engu máli þegar þetta lítur svona út.Magic spil vikunnar er því Jónína BjartmarzTil að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning