18.10.2006 | 15:36
Útvarpsleikritið Hlerunin
Ég er búinn að semja drög að handriti í útvarpsleikrit. Það heitir Hlerunin. Leikritið er mjög stutt en skorinort. Það á eingöngu eftir að finna nöfn á persónur í leikritinu.Atburðir í leikritinu eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Telji einhver sig geta kennt atburði eða persónur í leikritinu við atburði eða persónur í raunveruleikanum, þá er það eingöngu tilviljun.Sena 1Stund: Einhverntímann milli 1988 og 1995Staður: Ónefndur opinber vinnustaðurUndirtónar: Divinyls - I touch myself.Ónefndur 1: Heyrðu, svo virðist sem síminn hjá mér sé hleraður.Ónefndur 2: Já, blessaður vertu. Rússinn, Kaninn, Osama bin Laden, Saddam Hussein og Mike Score úr Flock of Seagulls eru allir að hlusta.Ónefndur 1: Mike Score. Af hverju er hann að hlusta?Ónefndur 2: Hann vinnur hjá símanum í Englandi.Ónefndur 1: Er breska leyniþjónustan semsagt líka að hlera?Ónefndur 2: Nei, bara Mike Score. Ég heyri oft í hárlokkunum hans í gegnum símann.Ónefndur 1: En hver er Osama bin Laden?Ónefndur 2: Hann... eh fuck it. Þú kemst að því eftir 6-11 ár.Ónefndur 1: Maður verður nú að fara með þetta í fjölmiðla. Best að hringja í Ónefndan 3.Ónefndur 3: Blezar.Ónefndur 1: Heyrðu, síminn hjá mér er hleraður. Ég verð eiginlega að fara með þetta í fjölmiðla.Ónefndur 3: Ég hef heyrt það að þeir sem fara með svona mál í fjölmiðla verða mjög sjaldan gerðir að sendiherrum.Sena 2--HLÉ--Stund: Árið 2006Staður: Ónefnt heimiliUndirtónar: Klaxons - The clap clap songÓnefndur 1: Mér leiðist. Best að hringja í fjölmiðla og búa til einhvern kosningaskjálfta.Ónefndur 4, fréttamaður: 'Dæinn.Ónefndur 1: Heyrðu, síminn hjá mér var hleraður fyrir ógeðslega mörgum árum síðan.Ónefndur 4, fréttamaður: Geegt. Koddu stutt interview og við settlum þetta.Ónefndur fjölmiðill: Síminn var geegt buggaður hjá Ónefndum 1. Hann er heví ánægður með það - NOT, skiluru?. Það eru ábyggilega fullt af símum sem hafa verið buggaðir, þú veist - alltaf - eða eitthvað svoleiðis.--TJALD--
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning