17.11.2006 | 09:22
Arkanoid, Lost og Kraftbendill
Allnokkrir hafa haft samband við mig í von um einhverja spoilera um hljómsveitina Arkanoid og plötuna sem er í vændum. Þeir sem ekki vita hvað Arkanoid er, þá er það nýstofnuð hljómsveit míns og Jónda. Ég hef því miður þurft að vísa aðdáendum, blaðamönnum, útgáfufélögum og grúppíum frá vegna þess að okkar tónlist er yfir það hafin að leiðast út í auglýsinga- og kynningaskrum á óútkomnu og ófullgerðu efni. Fyrir nú utan það að þrátt fyrir mörg gylliboð, þá ætlum við að gefa tónverk okkar. Mikilvægi verkana fyrir tónlistarlíf heimsins er einfaldlega of mikið, þannig að engar mega vera verðhindranir á að nálgast þau.Ég vil nú samt gefa aðdáendunum okkar eitthvað. Ég myndi segja að svona 15% af plötunni séu tilbúin. Eins og í öllum alvöru hljómsveitum, þá eru miklir samstarfsörðugleikar og aukast með hverri æfingu. Það er bara gott. Það er ekki hægt að gera góða tónlist án þess að mönnum lendi illa saman. Þannig að þetta lofar góðu.Talandi um spoilera, þá hef ég heyrt að teknar hafi verið 3 mismunandi senur af næsta dauðdaga í LOST, þannig að mikill hluti spoilera verði algjörlega rangur. En eitt er ég viss um. Ein af aðalpersónunum deyr í seríu 3. Þá meina ég ein af AÐAL-persónunum. Ég giska á að annaðhvort Sawyer eða Sayid þurfi að kveðja.Dagur íslenskrar tungu var í gær. Í fréttatímanum heyrði ég ákaflega skemmtilega þýðingu á forritinu Power point. Þ.e. Kraftbendill. Mjög gott og þjált.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning