Í fréttum

Nefnd um breytingu á Stjórnarskrá leggur til að breyta eigi þeirri grein stjórnarskrárinnar um það hvernig eigi að breyta stjórnarskránni.Ég veit ekki með ykkur, en þetta hljómaði hálf-fáránlega þegar ég heyrði þetta í útvarpinu í gær.Á svipuðum nótum, rosalega fóru þessar lagabreytingar fram hjá mér. Ef ég hef skilið 9. grein rétt, þá verða tóbaksreykingar m.a. bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum. Þetta er nú alveg helvíti mikil breyting, þó ég fagni henni vissulega og skilji ósköp vel að starfsfólk veitingastaða vilji að vinnustaður þeirra sé reyklaus. Þetta verður kannski erfitt í fyrstu, en svona breytingar hafa reynst vel í Noregi, á Írlandi og á Skotlandi.Um leið og ég hrósa Lýðheilsustöð fyrir frumkvæðið að þessum breytingum, þá verð ég eiginlega að hrauna aðeins yfir fiskbæklingin sem stofnunin gaf út. Mér finnst fiskur góður og fagna því að fá uppskriftir að honum inn um bréfalúguna. En slagorðið aftan á bæklingnum...Verum frísk - borðum fisk...er eitt það allra versta sem ég hef heyrt á ævinni. Ef það er eitthvað verra en hallærisleg slagorð sem ríma, þá eru það hallærisleg slagorð sem ríma næstum því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband