Fáheyrð en marghlustuð #2

Aðra vikuna í röð brydda ég upp á lagi sem fáir hafa heyrt um en margir hafa hlustað á.Hér er um að ræða lag sem allir hafa einhverntímann heyrt, muna hvorki hvar né hvenær og allra síst á hvaða miðli það var.Þetta er lagið Clap clap song, sem mér skilst að sé flutt af hljómsveitinni Klaxons. Það eru hins vegar ekki allir á einu máli um hvort þetta lag heiti í raun Clap clap dance. Skýringin sem ég fékk á þessu á dögunum var sú að lagið hafi verið samið af tónlistarmanni sem heitir Blanca Troisfontaine. Sá ágæti tónlistarmaður ku hafa samið þetta sérstaklega við dans, sem heitir einfaldlega Clap clap dance. Lagið hefur margoft verið endurunnið og því hefur jafnvel upphaflegt heiti þess verið á huldu.Mig minnir að ég hafi á mínum yngri árum dansað þennan klappdans í dansskóla Sigurðar Hákonarsonar.Smelltu hér til að hlusta á lagið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband