4.10.2006 | 12:29
Allt og ekkert
Fór á Djúpavog um síðustu helgi til að kveðja hann Steina áður en hann flytur til Svíþjóðar. Í ölæði held ég að hann hafi lofað því að bjóða mér út til sín einhvern tímann. Það gæti verið skemmtilegt.Er hálf-lasinn þessa dagana. Náði mér í einhverja pest á Djúpavogi. Mætti þó með harmkvælum í vinnuna í dag.Gestur mánaðarins í Drápuhlíð 44 er engin annar en pabbi minn, Guðmundur Gunnlaugsson. Kallinn er á leiðinni í augasteinaskipti. Hefði einhver sagt mér að þetta væri mögulegt fyrir 10 árum síðan, þá hefði ég hlegið. En svona er þetta nú samt.Líkamsrækt hefur verið lítil undanfarið. Fyrst sökum brákaðs rifbeins (þið trúið því ekki hvað er vont að gera armbeygjur þannig) og síðan veikinda.Nördaskapur hefur verið lítill, að undanskilinni síðustu helgi, þar sem frumsamda Magic serían mín var playtestuð í fyrsta sinn. Serían lofar ótrúlega góðu.Þrátt fyrir lélegt stand á mér hefur verið agalega mikið að gera í vinnunni. Það er svosem ágætt. Maður verður að hafa nóg fyrir stafni.Lífið eftir Rockstar: Supernova æðið er frekar dapurt. Maður neyðist til að tala um hluti eins og fyrirhugaðar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar og fyrirhugaðar lækkanir á matvöruverði. Slæmt!!!
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning