21.4.2006 | 15:40
Að færa hearthstone-inn sinn
Jæja, það þýðir ekki að halda þessu leyndu mikið lengur. Ég og Þóra vorum að fá afhenda íbúðina okkar að Drápuhlíð 44 í Reykjavík./cheerÞessa dagana erum við að spasla, pússa og mála. Það er í raun það eina sem þarf að gera fyrir kotið. Annars er það bara innflutningur í byrjun næstu viku.Ekki amalegt að vera svona stutt frá Hlíðarenda og geta labbað á sigurleikina í sumar.Ég er allavega búinn að færa Hearthstone-inn minn þangað. Vinnan er ekki langt frá, þannig að það er spurning um að draga fram reiðhjólið í sumar.Það er þegar kominn biðlisti í innflutningspartýið. Jón Ásgeir, Björgólfur og fleiri góðir eru þar á blaði. Fá kannski að koma fyrir rétt verð.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning