16.2.2007 | 08:34
Netklámþing
Samkvæmt þessari frétt á mbl.is ætla framleiðendur netkláms að halda þing hérna á Íslandi. Samkvæmt fréttinni munu klámþingmenn fara í Gullfoss-geysis pakkann með hestbaks afbrigðinu. Ekki má heldur gleyma þeim bjartsýnu fyrirætlunum að fara á skíði.Um leið og maður spyr sig hvers vegna þetta fólk ætlar að þinga á Íslandi, þá veltir maður því fyrir sér hvort Gunnar Flóki hafi heyrt um þetta. Eftir því sem mér skilst, þá verða teknar upp klámmyndir á þinginu og Gunnar Flóki lýsti því yfir um árið að hann stefndi á feril í slíkum myndum. Gunnar, nú er tækifærið. Gríptu það drengur.Klám er vissulega ólöglegt, samkvæmt 210. grein hegningarlaganna. Ég held samt að þessir framleiðendur sleppi, vegna þess að þeir eru ekki Íslendingar og framleiða sjálfssagt ekki klámefnið á Íslandi. Þeir taka það bara upp þar. Ég hugsa að þetta sleppi nú, þó svo eflaust muni fólk eitthvað láta í sér heyra vegna þingsins.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning