Ógeð á IDOL eftir tvo þætti

Nú síðustu tvö föstudagskvöld hafa aðstæður verið þannig að ég hef þurft að sitja yfir IDOL stjörnuleit á Stöð 2. Það er nokkuð gaman að horfa á krakkana syngja, það er ekki málið. En ég held að framleiðendurnir ættu að hugsa um að fara að biðja Pál Óskar um að hætta þessum homma-athugasemdum. Nú segja allir "Ojj, Þorkell er svo ömurlega fordómafullur". Nei, þetta snýst ekki um það. Ef Bubbi væri að koma með tvíræðnar athugasemdir við stelpurnar, þá myndu allir skamma hann fyrir það. Þetta gengur ekki, það eru börn að horfa á þetta, stærstur hluti áhorfenda eru börn.
Þátturinn væri mjög skemmtilegur ef dómnefndin væri ekki svona leiðinleg og Simmi og Jói eru virkilega að valda mér mikilli ógleði. Ég er svo hrottalega leiður orðinn á þeim að það er ekki sniðugt. IDOL-stjörnuleit er að þessu leyti bara ekki nógu skemmtilegt svo að ég sé hangandi yfir því. Og annað, þetta atkvæðakerfi er bara rugl. Það sér maður augljóslega á því hverjir detta út úr keppninni. Tinna átti að detta út síðast og hvað þá Bríet. Maður á ekki að komast upp með að gleyma textanum í miðju lagi og fara svo bara að gaula eitthvað. Bölvað rugl. Ég er að horfa á þetta núna. Þetta byrjaði klukkan hálf-níu og atkvæðagreiðsluþátturinn er ekki búinn fyrr en klukkan ellefu. Að hanga yfir þessu drasli svona lengi er að mínu mati alltof-alltof mikið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband