8.3.2007 | 10:09
Magic spil vikunnar #7
ChenquiAf því að ég var í ruglinu í síðustu viku, þá koma tvö fersk magic spil í þessari viku. Annað þeirra er enginn annar en hinn kokhrausti José Mourinho, þjálfari Chelsea í Ensku Úrvalsdeildinni. José hefur aldrei legið á skoðunum sínum og kalla ummæli hans jafnan á mikil viðbrögð fjölmiðla.Það sama má segja um hitt spilið. Það er enginn annar en formaður Vinstri Grænna, Steingrímur Sigfússon (eða Stonemasks, son of Eager-to-prolapse). Eins og José Mourinho, þá liggur hann yfirleitt ekki á skoðunum sínum, enda stjórnmálamaður. Ég hef reyndar trú á því að Steingrímur muni sitja í næstu ríkisstjórn. Nú eru vinstri-grænir meira að segja búnir að skjóta Samfylkingunni ref fyrir rass.Til að skoða öll Magic spil er hægt að smella á MAGIC tengilinn í vafrastikunni fyrir neðan hausmyndina.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning