Sumarfrí

Það er ekki ofsögum sagt að vinnuálag undanfarnar vikur hafi gert mér erfitt fyrir og er það ástæðan fyrir engum bloggfærslum síðustu daga. Ástæðan er sú að við verðum að klára verkefnin fyrir sumarfrí, en þau voru bara of mörg. Kallinn er bara búinn að vera hrikalega öflugur á því og svo virðist sem verkefnin séu að klárast nú á föstudaginn. Þá kemst maður loksins í sumarfrí.Í fríinu ætlum við frúin að halda austur á land í óákveðinn tíma. Því miður fær hún ekki langt frí, bara eina viku. En það er skárra en ekki neitt. Það er löngu orðið tímabært að fara í kótilettukarlafrí út á land með frúnni. Ég segi ekki meir.Í júlí er einnig á dagskránni helgartjaldferð eitthvert út á land (fer eftir veðri) með fríðu föruneyti. Það verður eflaust hressandi.Í sumarfríinu ætlum við Jóndi að byrja á rafrænni hljómplötu, sem ber vinnuheitið "Maðurinn sem hét Hersir í fyrradag". Líklega verður það lokaheiti plötunnar. Við stefnum reyndar ekki á útgáfu í hinum efnislega heimi, en lögin verða væntanlega til niðurhals af alnetinu fyrir næstu jól. Í spjalli okkar Jónda í gær kom fram að við erum á svipaðri línu með þá músík sem við viljum senda frá okkur. Stefnan gæti komið mörgum sem mig þekkja á óvart.Við Jóndi erum ennþá nafnlaust band. Ég hef þá kenningu að nafnlaus bönd séu dauðadæmd fyrirfram, þannig að ég óska eftir tillögum að nafni (í kommentum). Síðast vorum við saman í bandi á Grunnskólaaldri. Vorum við þá í sveitunum Exxon og Paladin. Vegna tónlistarlegs ágreinings var ég rekinn úr hljómsveitinni sem síðan tók sér nafnið Sætar Sálir (enda hefði ég aldrei kennt mig við svo gay nafn). Ágreiningurinn hefur nú verið settlaður 11 árum síðar og verðum við svo að sjá til með framhaldið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband