31.8.2006 | 15:45
Upp upp mín æra og allt mitt geð
Þetta er ekki flókið mál. Liðin eru tvö ár frá því að Árni Johnsen tók út refsingu sína. Hann uppfyllir lögformleg skilyrði til að hljóta uppreist æru. Hingað til hafa menn fengið uppreist æru ef þeir uppfylla skilyrðin. Hvers vegna ætti hann ekki að fá það líka?Hvað framboð varðar, þá ætti hann að mega fara í framboð. Það er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir það. Hins vegar veit ég ekki hvort atkvæðasöfnunin gangi vel í vor. Ef hann býður sig fram og verður kjörinn inn á Alþingi, þá held ég að margir hugsi sig tvisvar um áður en þeir vinna með Árna í einhverri af nefndum þingsins. Ég tala nú ekki um að gera hann að prúkúruhafa.Semsagt, Árni á skilið að fá uppreist æru - en það gæti dugað honum skammt.
Breytt 24.5.2007 kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning