Menningarnótt

Kíkti aðeins á djammið á menningarnótt, með Flemming nokkrum Karlssyni. Við renndum okkur niður á Rósenberg Café, þar sem Helgi Valur trúbador spilaði og söng. Tónlist þeirra passaði engan veginn við stemmarann á þessum pöbb, en allt fór út um þúfur þegar drengurinn söng lagið Thong song. Maður spyr sig hvers vegna, en fátt verður um svör. Á Rósenberg tylltum við okkur hjá Maríu, vinkonu hans F og systur hennar, sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. Systirinn fær prik fyrir kjólinn, sem hefur sennilega verið saumaður úr gluggatjöldinum hans Picasso. Hjá stúlkunum sat maður sem leit út fyrir að vera stefnumótanauðgari. Fínn gaur samt. Á staðnum voru Andrea Gylfadóttir, í góðum fíling og Kristján Franklin Magnús, leikari. Fyrir þá sem ekki vita, þá er hann maðurinn hennar Sirrýar í morgunsjónvarpi NFS og röddin fyrir Jóakim Aðalönd í Sögum úr Andabæ. Kristján fór ekki upp á svið og tók Jóakim, því miður.Þegar Rósenberg var lokað, þá fórum við heim til F og stefnumótanauðgarinn kom með. Í ljós kom að enginn af okkur vissi hver þetta var. Við héldum að hann þekkti stelpurnar eitthvað, en svo var ekki. Kannski hefur hann bara gúglað þær og elt uppi. Eftir nokkra kaffibolla, þá gekk ég heim.Hrósið fær Flemming fyrir Edvard Grieg - In the halls of the mountain king. Skammirnar fá Reykjavíkurborg fyrir glataða flugeldasýningu og fólkið sem var niðri í miðbæ fyrir sóðaskap. Það er lítið varið í að rölta um stræti stórborgar þegar þær eru þaktar ælu, plastdiskum, glerbrotum og öðru þvíumlíku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband